FÍLS

Félag Íslenskra Læknanema í Slóvakíu


Leave a comment

Ísland-Slóvakía vinaleikur

Það var ótrúlega gaman að fá íslenska landsliðið til Slóvakíu og getað farið á Ísland-Slóvakía vinaleikinn sem var í Zilina, bær sem er hálftíma frá Martin. Frábær leikur og spenna þó úrslitin hefðu mátt vera betri.

Við hittumst á veitingastað í Zilina þar sem við komumst í stuð fyrir leikinn, margir skelltu einum fána eða fleirum á kinnarnar og svo kom meira að segja Heimir aðstoðaþjálfari landsliðsins við fyrir leikinn og fræddi okkur um taktíkina fyrir leikinn, slideshow og allt, takk kærlega fyrir það og takk fyrir miðana KSÍ!

IMG_9812

IMG_9792

IMG_9798

IMG_9786

IMG_9778

IMG_9814

IMG_9787

IMG_9790

IMG_9795

IMG_9809

IMG_9828

IMG_9827

IMG_9824

IMG_9836 (1)

 


Leave a comment

Árshátíð FÍLS 2015

Árshátíð FÍLS var haldin 6. nóvember síðastliðinn og var sko heldur betur húllumhæ! Góður matur, skemmtilegar ræður og frábær tónlistar atriði klikka sjaldan, sérstaklega ekki þegar því er fylgt með dansfjöri fram á rauða nótt! Takk fyrir okkur og takk til allra sem mættu og sérstaklega til allra þeirra sem voru með skemmtiatriði 😀

Stjórnin sjaldan verið jafn glæsileg

IMG_9585 edit IMG_9617-edit

Kynnar kvöldsins Tómas og Andrea, voru bara ekkert annað en æði, þeyttu brandara hvað eftir annað, voru með margföld fataskipti og héldu uppi fjörinu allan tíman

IMG_9618-editIMG_9625-editIMG_9623IMG_9668-editIMG_9678-edit

IMG_9699-editIMG_9711-edit

Harri tók svaðalega lagasyrpu

IMG_9734-edit

IMG_9743-edit

Sverrir bauð uppá íslenskan hópsöng, sem sló auðvitað líka í gegn

IMG_9737-edit

IMG_9772-edit

Ásgeir stórnarformaður var “neyddur” í að halda smá ræðu, hann kannetta sko

IMG_9751-edit

Kvöldverðurinn endaði með klikkuðu rappi í boði Soffíu, Sverris, Ragnheiðar Erlu, Ragnheiðar úlfars og Söndru

IMG_9757-edit

Nokkur glæsileg verlaun voru afhent fyrir ýmis afrek

IMG_9764-edit

IMG_9766-edit IMG_9770-edit

DJ Victor sá svo til þess að fólk tjúttaði inn í nóttinaIMG_9775-edit


Leave a comment

Haustið, Martin og skólinn

Sæl veriði!
Það er stórt skref að ákveða að flytja út og margar spurningar sem koma upp. Við viljum hvetja ykkur til að spurja okkur spjörunum úr á lokaðri facebook grúbbunni okkar: Fyrirspurnir tilvonandi nemenda JFMED(FÍLS). Engin spurning er asnaleg, því við höfum öll hugsað það sama sjálf. Núna er júlí að klárast og ágúst tekur við, ég veit ekki hvenær nýnemarnir ætla sér að fara út en þetta styttist.

Ég er sjálf að fara á 3. ár, og var því hópur númer 2 að koma til Slóvakíu. Það voru ekki miklar upplýsingar sem við höfðum áður en við komum, þetta var eins og að hoppa út í djúpu laugina af þyrluspaða.. Ef svo má að orði komast. Ég man að það voru allir í kringum mig að spurja mig út í þetta og ég vissi sjálf jafn lítið. En svo einhvern veginn reddaðist þetta allt, það er alveg ótrúlegt hvað svona breyttar aðstæður eru fljótt að venjast og ýmsir hlutir sem þú sérð ekki fyrir þér að þú getir verða ekkert mál. Finna húsnæði, leigja bíl – keyra á hraðbrautum í Austur-Evrópu (þó Slóvakar vilji ekki segja þeir séu hluti af A-Evrópa, þá tölum við svoleiðis), takast á við erfiða kennara og allt öðruvísi menningu. Við í FÍLS viljum segja frá hlutunum úti eins og þeir eru, þetta er erfitt já, en samt svo þess virði. Fyrstu vikurnar geta verið hvað flóknastar, það á auðvitað ekki við um alla en lang flestir sem koma út líður vel og sjá ekki eftir því. Persónulega þá veit ég ekki hvað ég væri að gera annað!

Nýnemarnir sem eru að koma núna eru sennilega flestir búnir að kaupa far, borga staðfestingargjald og því um líkt svo það verður ekki aftur snúið úr þessu, en ef þú ert að lesa þetta og hefur alltaf langað í læknisfræði úti, endilega hafðu þá samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar og við reynum að svara þeim. Það má alveg finna mig t.d. á facebook og senda mér skilaboð 🙂 Einnig ef þú ert að fara út núna í haust og lendir í einhverju veseni, þá erum við til staðar og reynum að hjálpa með það sem við getum!

Smá svona update því sumarið er hálfnað og meira en það. Við erum svolítið á byrjunarreit með allt saman sem tengist samfélagsmiðlunum, en ætlum að reyna halda þessari bloggsíðu gangandi milli prófa og annarra verkefna svo áhugasamir fái betri mynd af okkar lífi hér úti! Einnig erum við á instagram undir; jfmedisland. Ég sjálf byrjaði með blogg þegar ég flutti út, þar er sennilega margt sem gæti gagnast öðrum til að fá betri mynd af þessu öllu saman: http:// audurthorunn.blogspot.com. Það er hægt að finna þar allt niður í ágúst 2013. Ásgeir heldur líka úti persónulegu bloggi: http://asgeirmag.com/ en hann er formaður FÍLS og er að fara á annað ár í náminu.

– Auður Þórunn Gunnarsdóttir